Einhverf persóna í fyrsta skipti í Sesame Street

Elmo ræðir við Juliu.
Elmo ræðir við Juliu. Skjáskot af Youtube

Ný persóna hefur verið kynnt til sögunnar í þáttunum Sesame Street sem hefur heillað áhorfendur um allan heim í næstum því 50 ár. Það sem skilur nýju persónuna helst frá hinum er að hún er einhverf.

Persónan heitir Julia og skartar appelsínugulu hári og gengur um með lítinn kanínubangsa. Hún verður formlega kynnt til sögunnar sjónvarpi í næsta mánuði en þættirnir eru sýndir á stöðvunum HBO og PBS. Hins vegar má sjá Juliu nú þegar á heimasíðu þáttanna og í bókum.

Sagt er frá  þessu á vef BBC og vitnað í nýlegar rannsóknir sem sýna að eitt af hverjum 68 börnum í Bandaríkjunum sé einhverft. Þrátt fyrir það getur verið flókið að útskýra einkennið fyrir börnum.

„Það fyrsta sem við ræddum var „Hvernig gerum við þetta? Hvernig tölum við um einhverfu?““ sagði einn höfunda Sesame Street, Christine Ferraro í viðtali við 60 Minutes nýlega. „Þetta er erfitt því einhverfa er ekki eitthvað eitt, hún er mismunandi fyrir hvern og einn sem er einhverfur.“

Í fyrsta þætti Juliu má sjá  til að mynda þegar persónan Big Bird er kynnt fyrir henni en Julia hunsar hann. Big Bird veit ekki hvernig hann á að bregðast við og segir: „Ef til vill er hún ekki hrifin af mér.“ En hinar brúðurnar útskýra fyrir honum að Julia sé svolítið öðruvísi.

Leikkonan sem fer með hlutverk Juliu, Stacey Gordon, á sjálf son með einhverfu. Hún segir að þetta sé risastórt skref í opnun umræðunnar um einkennið.

„Hefðu vinir sonar míns fengið að sjá svona fræðslu í sjónvarpi hefði margt verið öðruvísi,“ sagði hún í samtali við 60 Minutes. „Þeir hefðu ef til vill ekki orðið áhyggjufullir þegar hann grét. Þeir hefðu vitað að hann væri öðruvísi og að það væri í góðu lagi.“

Ekki liggur fyrir hvort Julia verður gerði að aðalpersónu í Sesame Street en Ferraro er spennt fyrir því. „Ég myndi elska það að hún væri ekki Julia, krakkinn í Sesame Street sem er einhverf,“ sagði Ferraro. „Ég myndi vilja að hún væri bara Julia.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes