Obama keypti hús á 800 milljónir

Barack Obama er búinn að kaupa sér hús.
Barack Obama er búinn að kaupa sér hús. mbl.is/AFP

Eftir að hafa verið á töluverðu heimshornaflakki síðustu mánuði hafa Obama-hjónin fest kaup á húsi í Washington. Hjónin eru þó ekki ókunnug húsinu en þau hafa verið með það á leigu undanfarna mánuði. 

Húsið er staðsett í hinu fína Kalorama-hverfi í Washington og er hús Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump, nálægt húsi Obama. Húsið kostaði tæpar 800 milljónir samkvæmt People

Yngri dóttir hjónanna, Sasha, er 15 ára og því mun Obama-fjölskyldan hafa aðsetur í Washington þangað til að hún klárar menntaskóla. 

Húsið sem Obama-hjónin keyptu er huggulegt.
Húsið sem Obama-hjónin keyptu er huggulegt. mbl.is/AFP
Obama-hjónin voru greinilega ánægð með húsið í Kalorama.
Obama-hjónin voru greinilega ánægð með húsið í Kalorama. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hefjist nýtt tilfinningasamband í dag má búast við að það verði ástríðufullt og gæti breytt lífi þínu.