Með tvíburana á Ibiza

Ronaldo og Georgina dást að öðrum tvíburanum.
Ronaldo og Georgina dást að öðrum tvíburanum. skjáskot/Instagram

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo er nú í fríi á Ibiza en hann fékk tvíbura sína, Mateo og Evu, í fangið í síðustu viku. 

Ronoaldo nýtur þess greinilega í botn að vera búinn að fjölga í fjölskyldunni en fyrir átti hann soninn Cristiano Ronaldo yngri.

Með á myndinni sem Ronaldo birti af sér er kærasta hans Georgina en sögur eru uppi um að hún eigi von á barni. Þær sögur hafa þó ekki fengist staðfestar. Svo nú er bara að bíða og sjá hvort Ronaldo verði orðinn fjögurra barna faðir í vetur. 

Blessed

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Jul 4, 2017 at 8:45am PDTmbl.is

Bloggað um fréttina