Höfnuðu prinsessunni í fyrstu

Eugenie prinsessa er barnabarn Elísubetar Englandsdtorrningar og áttunda í erfðaröðinni.
Eugenie prinsessa er barnabarn Elísubetar Englandsdtorrningar og áttunda í erfðaröðinni. AFP

Eugenie prinsessu var hafnað af Newcastle háskóla áður en þeir vissu hver hún var að sögn kennara við háskólann. Daily Mail greinir frá þessu.

Umsókn prinsessunnar var sögð ósættanleg af starfsmönnum háskólans áður en þeir vissu að hún var meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar. 

Þegar starfsmenn háskólans föttuðu að þeir hefðu hafnað prinsessu buðu þeir henni skólavist undir eins.

Þessar staðhæfingar komu frá Doktor Martin Farr, sögukennara við háskólann, í ræðu á árlegri ráðstefnu andstæðinga konungsveldisins.

Samkvæmt doktor Farr var það ítalskur starfsmaður sem hafnaði umsókn prinsessunar því umsóknin var ekki nógu góð og hann vissi ekki hver hún var. Starfsmenn skólans voru skelfingu lostnir þegar þeir áttuðu sig á þessu að sögn Farr. 

Eugenie  prinsessa útskrifaðist með Bachelor-gráðu í Enskum bókmenntum, listasögu og stjórnmálafræði árið 2012 með meðaleinkunn í kringum 6. Athugasemdir Farr gefa það í skyn að skólinn hafi aðeins hleypt henni inn til þess að betrumbæta ímynd sína. 

Farr sagði prinsessuna hafa fengið sérstaka meðhöndlun frá kennurum og starfsmönnum háskólans og það hafi leitt marga nemendur til þess að snúast gegn konungveldinu. 

Newcastle háskóli er einn af virtustu háskólum í Bretlandi og þykir mjög erfitt að komast þar inn. 

Eugenie prinsessa útskrifaðist árið 2012 með 6 í meðaleinkunn.
Eugenie prinsessa útskrifaðist árið 2012 með 6 í meðaleinkunn. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina