Vill að páfinn og Obama noti strigaskóna

The Weeknd bindur miklar vonir við nýju stirgaskóna sem hann ...
The Weeknd bindur miklar vonir við nýju stirgaskóna sem hann tók þátti í að hanna. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn The Weeknd hefur verið svokallaður sendiherra fyrir Puma síðan í fyrra en nú eru að koma á markað stirgaskór sem poppstjarnan hannaði með Puma. 

Samkvæmt Footwear News koma strigaskórnir sem kallast Parallel bæði í hvítu og ólívugrænu eins sést á myndinni hér að ofan. En einnig verða föt í línunni sem tónlistarmaðurinn hefur verið að vinna að með Puma-teyminu í um ár. 

Stjarnan bindur greinilega miklar vonir við strigaskóna en hann vonast til þess að sem flestir munu ganga í þeim. „Ég vil ganga um göturnar og sjá krakka vera í þeim og konur vera í þeim. Ég vil sjá páfann vera í þeim. Ég vil að Obama sé í þeim. Ég vil að Elon Musk sé í þeim,“ sagði The Weeknd. 

The Weeknd.
The Weeknd. mbl.is/AFP
mbl.is