Búið spil, engin trúlofun

Búið spil hjá FKA Twigs og Robert Pattinson.
Búið spil hjá FKA Twigs og Robert Pattinson. mbl.is/AFP

Leikarinn Robert Pattinson og tónlistarkonan FKA twigs eru sögð vera að hætta saman. Fréttirnar koma aðeins nokkrum mánuðum eftir að Pattinson gaf í skyn að þau væru svo gott sem trúlofuð. 

Daily Mail greinir frá því að Pattinson og FKA twigs hafi byrjað að hittast árið 2014 en nú er Twiglight-leikarinn sagður hafa orðið þreyttur á því að þau væru að fjarlægjast hvort annað.  

Parið sást síðast saman í maí og frá því í ágúst hefur tónlistarkonan sést án hrings sem talinn var vera trúlofunarhringur. 

FKA Twigs og Robert Pattinson.
FKA Twigs og Robert Pattinson. mbl.is/AFP
mbl.is