Annar hver maður tónlistarmaður eða leikari

Jökull undirbýr nú nýja plötu með hljómsveit sinni.
Jökull undirbýr nú nýja plötu með hljómsveit sinni. ljósmynd/Brett Jozel

Tónlistarmaðurinn Jökull Ernir Jónsson býr í Los Angeles og starfar þar með hljómsveit sinni The Evening Guests. Um þessar mundir er hljómsveitin að vinna að útgáfu nýrrar plötu sem þeir safna fyrir á Kickstarter. Það er nóg að gera í englaborginni þrátt fyrir að samkeppnin sé hörð.  

Jökull hefur starfað sem söngvari og lagasmiður með hljómsveit sinni The Evening Guests síðastliðin 5 árin. „Sveitin er nefnd í höfuðið á útvarpsþættinum Kvöldgestir Jónasar sem afi minn Jónas Jónasson stýrði í 30 ár á RÚV,“ segir Jökull.

Hljómsveitin hefur nú þegar gefið út plöturnar Not in Kansas anymore og Lost at sea en nýja platan heitir Summerland og á afi hans á líka þátt í nýja nafninu. „Afi talaði mikið um Sumarlandið á dánarbeðinu og hvað hann var spenntur að sjá hvað væri að handan. Lagið hefur aldrei verið tekið upp fyrr en núna og mun vera titillag plötunnar,“ segir Jökull en Summerland er eitt fyrsta lagið sem hann samdi fyrir hljómsveitina.  

„The Evening Guests spilar þjóðlagarokk með indí ívafi. Ég dreg mikinn innblástur frá tónlistarmönnum á borð við Bruce Springsteen, Tom Petty og Bítlana jafnt og nýrri böndum á borð við The Lumineers, The National og Frightened Rabbit,“ segir Jökull. 

Jökull ásam hljómsveitarfélögum sínum þeim Gerard Uht, Alec De Kervor …
Jökull ásam hljómsveitarfélögum sínum þeim Gerard Uht, Alec De Kervor og Kevin Summers. ljósynd/ Sean Berrie

Ætlaði ekki að verða söngvari

Verkefni byrjaði sem hálfgert fikt hjá Jökli þegar hann var í gítarnámi í í Musicians Institute. Hann segir það aldrei hafa verið ætlunin að verða söngvari en byrjaði smám saman að koma fram einn undir sviðnafninu Yokul. „ Einn daginn var ég beðinn um að spila á söfnunartónleikum og ég ákvað þrem dögum fyrir tónleika að prófa þetta með bandi. Ég var fljótur að setja þetta saman þar sem ég var í tónlistarnámi á þeim tíma og ég gaf bandinu nafnið The Evening Guests rétt áður en við stigum á svið,“ segir Jökull um upphaf hljómsveitarinnar. 

Það þótti sjálfsagt fyrir Jökul að stefna á tónlistina enda ólst hann upp í kringum tónlistarmenn en móðir hans Berglind Björk Jónasdóttir er í söngtríóinu Borgardætrum. „Ég var mikið að semja tónlist en ég hafði meiri áhuga á að verða atvinnu gítarleikari, þess vegna ákvað ég að flytja erlendis og fara í gítarnám.“

Basl að vera tónlistarmaður í Los Angeles

Jökull segir að Los Angeles hafi ekki verið sitt fyrsta val enda ekki mikill stólstrandagæi hann fann hins vegar skóla þar, stofnaði hljómsveit í kjölfarið og kynntist eiginkonu sinni í borginni svo hann er ekkert á förum á næstunni. 

„Að vera tónlistarmaður í Los Angeles hefur verið líkt við að selja vatn við hliðina á tjörn. Annar hver einstaklingur sem ég þekki hérna er annað hvort tónlistarmaður eða leikari,“ segir Jökull sem segir bransann vera basl en það hjálpi til að þekkja rétta fólkið. „Fyrir utan það að vera virkur með minni eigin hljómsveit hef ég sjálfur verið virkur með öðrum listamönnum og ég er einnig virkur í leikhússenunni þar sem vantar alltaf tónlist, en tónlistarmenn hérna eiga það til með að gleyma að leita þar. Við höfum fengið frábærar viðtökur í þessari borg en við erum frekar duglegir að ferðast út fyrir englaborgina þar sem er stærri áhorfendahópar og við komum til með gera mikið af því við útgáfu plötunnar. Við virðumst fá bestu móttökur á austurströndinni,“ segir Jökull. 

Alec De Kervor, Jökull Ernir Jónsson og Kevin Summers.
Alec De Kervor, Jökull Ernir Jónsson og Kevin Summers. ljósmynd/Stephanie Antonio
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.