Á leið í brjóstaminnkun

Amber Rose fær bakverki vegna brjóstanna.
Amber Rose fær bakverki vegna brjóstanna. mbl.is/AFP

Fyrirsætan Amber Rose tilkynnti í vikunni að hún væri að undirbúa sig fyrir brjóstaminnkun. Í fyrra viðurkenndi hún að hún væri að íhuga að láta minnka brjóst sín en hún er í stærð 36H.

„Brjóstin mín er fáranlega þung, mér er illt í bakinu og ég get ekki gengið í litlum sætum skyrtum án þess að vera í ömmubrjóstahaldara,“ sagði Rose sem hefur þó hingað til ekki látíð náttúrulegan vöxt sinn stoppa sig í að klæðast efnislitlum fötum. 

Það vottaði fyrir stressi hjá Rose sem huggaði sig þó við að læknarnir sínir myndu hugsa vel um sig. Hún hafði þó áhyggjur af örum í kjölfar aðgerðinnar. „Eru konur þarna úti sem er mun hamingjusamarni þótt þær séu með brjóstaminnkunarör?“ 

Brjóstaminnkun er nokkuð algeng aðgerð meðal kvenna og greinir Daily Mail  frá því að fleiri stjörnur hafi látið minnka brjóst sín. Leikkonurnar Ariel Winter, Drew Barrymore, Queen Latifah og Jennifer Connelly eru sagðar hafa gengist undir aðgerðina. 

Amber Rose.
Amber Rose. AFP
mbl.is