Kim og Kanye búin að afhjúpa nafnið

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Kim Kar­dashi­an og Kanye West hafa greint frá því hvað nýfædd dóttir þeirra, þriðja barn hjónanna, heitir. Stúlkan fæddist 14. janúar.

Stúlkan heitir Chicago West en fyrir eiga þau dótt­ur­ina North, fjög­urra ára, og son­inn Saint, eins árs. Kim Kardashian greindi frá nafninu á Twitter:

Lækn­ar ráðlögðu Kim að nýta sér staðgöngumóður ef hún ætlaði að eign­ast fleiri börn, sem hún gerði. Ferlið hef­ur hins veg­ar verið langt frá því að vera auðvelt. „All­ir þeir sem segja eða halda að þetta sé bara auðvelda leiðin hafa rangt fyr­ir sér. Mér finnst mun erfiðara að fara í gegn­um þetta á þenn­an hátt af því að þú hef­ur enga stjórn,“ sagði Kim í viðtali við ET í nóv­em­ber.

mbl.is