Vöðvarnir bara vinna þrotlausra æfinga

Mark Wahlberg segist ekki nota stera.
Mark Wahlberg segist ekki nota stera. mbl.is/AFP

Leikararnir Mark Wahlberg og Josh Duhamel voru meðal þeirra sem sagðir voru viðskiptavinir sterasala sem er nú kominn á bak við lás og slá. Wahlberg neitar því hins vegar að hafa notað stera. 

TMZ greinir frá því að vöðvar Whalberg séu bara árangur þrotlausra æfinga. Hann mælir auk þess gegn steranotkun og segir stera vera slæma fyrir heilsuna. 

Wahlberg hikar ekki við að fara úr bolnum þegar þörf krefur enda hefur hann ekkert til að skammast sín fyrir eins og sést á myndbandi sem hann birti á Instagram. Josh Duhamel.
Josh Duhamel. AFP
mbl.is