Persónuleg athöfn með 800 manns

Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband í ...
Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í hjónaband í maí. mbl.is/AFP

Tilkynnt var fyrir áramót að Harry Bretaprins og Meghan Markle myndu ganga í það heilaga hinn 19. maí. Nú hefur breska konungsfjölskyldan sent frá sér nákvæmari lýsingu á deginum sem fólk úti um allan heim bíður spennt eftir. 

BBC greinir frá því að þau Harry og Meghan muni gifta sig í hádeginu og klukkan eitt muni þau fara með hestvagni í gegnum Windsor en þau gifta sig í kirkju heilags Georgs í Windsor-kastala. Erkibiskupinn af Kantaraborg, Justin Welby, mun gefa þau saman.

Eins og sjá má á myndunum er kirkjan glæsileg í alla staði. Þar komast þó aðeins um 800 manns fyrir sem gerir athöfnina persónulegri en hjá til dæmis hertogahjónunum Vilhjálmi og Katrínu sem giftu sig í Westminister Abbey með um 1.900 manns á gestalistanum. 

Eftir hestvagnaferðina verður boð í sal heilgas Geogs í Windsor-kastala. Seinna um kvöldið mun síðan Karl Bretaprins bjóða til minni veislu fyrir nána vini og ættingja. 

Salur heilags Georgs.
Salur heilags Georgs. AFP
Kirkja heilags Georgs.
Kirkja heilags Georgs. AFP
Vesturdyr kirkju heilags Georgs.
Vesturdyr kirkju heilags Georgs. AFP
Kirkja heilgas Georgs.
Kirkja heilgas Georgs. AFP
Í kirkju heilags Georgs.
Í kirkju heilags Georgs. AFP
mbl.is