Besta vinkona Opruh sefur í 4 tíma

Gayle King er besta vinkona Opruh Winfrey.
Gayle King er besta vinkona Opruh Winfrey. AFP

Fjölmiðlakonuna Gayle King kannst margir við enda er hún besta vinkona spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey. Nú stjórnar King morgunþætti í sjónvarpi ásamt því að ritstýra blaði Opruh, King hefur því lítinn tíma fyrir svefn. 

King sagði frá því í viðtali við The Cut að hún stillti vekjaraklukkuna sína klukkan 03:22 og aftur klukkan 03:25, þrátt fyrir að hún sofi aldrei yfir sig. Þó svo hún vakni þegar margir eru bara nýsofnaðir þýðir það ekki að hún fari að sofa beint eftir kvöldmat. 

Þegar hún kemur heim úr vinnunni fer hún á hlaupabrettið og klukkan átta fær hún heimavinnu fyrir morgunþáttinn. Í stað þess að fara að sofa snemma vinnur hún því og glápir síðan á sjónvarpið. „Ég hef verið að vaka til 11 eða 12 af því þegar þú byrjar að horfa á eitthvað og þá getur þú ekki hætt. Svo ég hef ekki fastan háttatíma.“

King segist vera ánægð ef hún nær að sofa í rúma fjóra klukkutíma. Á dögunum notaði hún heilsuúr í þrjá daga til þess að mæla meðal svefninn sinn og þá kom í ljós að hún svæfi bara í fjóra klukkutíma og einhverjar mínútur. 

Börn King eru orðin fullorðin svo hún þarf ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig og hefur nægan tíma til þess að sofa lítið og vera í tveimur vinnum. 

Gayle King.
Gayle King. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson