Verður Laurie miðaldra Fil­ipp­us?

Hugh Laurie yrði flottur Filippus.
Hugh Laurie yrði flottur Filippus. AFP

Miklar spekúlasjónir eru um það hver muni taka við hlutverki Fil­ipp­usar prins í Netflix-þáttunum The Crown. Einn þeirra leikara sem hefur verið nefndur er breski leikarinn Hugh Laurie. 

Daily Mail hefur það frá heimildamanni sínum að nafn Laurie hafi legið lengi í loftinu, hann væri fullkominn þó svo að aðrir leikarar hafi verið íhugaðir. Leikarinn Matt Smith fór með hlutverk Filippusar í fyrstu tveimur þáttaröðunum. 

Búið er að tilkynna að leikkonan Olivia Colman taki við af Claire Foy og fari með hlutverk Elísabetar Englandsdrottningu í þriðju þáttaröðinni sem á að gerast á milli 1960 og 1980. Þau Laurie og Colman léku bæði í Næturverðinum, svo þau þekkjast vel. 

Einnig hefur verið tilkynnt að Helana Bonham Carter taki við af Venessu Kirby í hlutverki Margrétar, systur drottningarinnar. 

Claire Foy og Matt Smith í hlutverkum sínum í The ...
Claire Foy og Matt Smith í hlutverkum sínum í The Crown.
mbl.is