Drottningin hunsaði Camillu

Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans.
Karl Bretaprins og Camilla eiginkona hans. AFP

Karl Bretaprins þurfti að hafa fyrir því að Camilla, eiginkona hans, væri tekin í sátt af fjölskyldu sinni. Móðir hans, Elísabet Englandsdrottning, vildi lengi vel sem minnst af henni vita þrátt fyrir að Díana prinsessa væri dáin. 

Karl og Camilla áttu í ástarsambandi áður en Karl kynntist Díönu prinsessu sem og meðan á hjónabandi hans og Díönu stöð. Daily Mail greinir frá kafla í nýrri bók um Karl Bretaprins þar sem farið er yfir hvernig drottningin kom fram við Karl og Camillu. 

Tæpu ári eftir lát Díönu prinsessu, fyrrverandi eiginkonu Karls, er Camilla sögð hafa verið orðin þreytt á útilokuninni. Hún vildi hitta Vilhjálm og Harry og fara í frí með Karli. Karl vissi að það væri ekki möguleiki vegna skoðana móður sinnar. Margrét drottningarsystir sem fór óhefðbundnar leiðir sjálf reyndi að tala systur sína til en það þýddi ekki. Drottningin vildi ekki hitta Camillu né tala um hana. 

Eitthvað breyttist við lát Elísabetar drottningarmóður árið 2002 og fékk Camilla að vera viðstödd jarðarförina með Karli þrátt fyrir að drottningarmóðirin hafi ekkert viljað með Camillu. 

Drottningin er þó sögð hafa trúað því að Karl myndi ekki giftast Camillu á sinni lífstíð. Svo var þó ekki og árið 2005 gengu þau í hjónaband. Erfiðlega gekk að skipuleggja brúðkaupið sem endaði þó með því að Karl og Camilla voru gefin saman í ráðhúsi Windsor og voru hvorki Elísabet né Filippus viðstödd. 

Drottningin lét þó sjá sig í veislunni og óskaði hjónunum til hamingju. Viðstaddir vilja þó meina að hún hafi aldrei nefnt Camillu á nafn né yrt á hana í veislunni.

Elísabet Englandsdrottning, Karl Bretaprins og Camilla, hertogaynjan af Cornwall.
Elísabet Englandsdrottning, Karl Bretaprins og Camilla, hertogaynjan af Cornwall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson