Ný plata Beyoncé og Jay-Z á Spotify

Myndbandið við lagið APES**T var tekið upp á Louvre safninu …
Myndbandið við lagið APES**T var tekið upp á Louvre safninu í París. Ljósmynd/Facebook-síðu Beyoncé

Ný plata Carter hjónanna, Beyoncé og Jay-Z, er komin á Spotify. Upphaflega leit út fyrir að platan, EVERYTHING IS LOVE yrði aðeins aðgengileg á tónlistarveitunni Tidal en hjónin virðast hafa tekið aðra stefnu núna. Platan er því aðgengileg á Tidal, Apple Music og Spotify Premium og verður aðgengileg á fríum aðgöngum á Spotify eftir tvær vikur.

Tidal er tónlistarveita sambærileg Spotify og er í eigu Jay-Z. Plata Beyoncé, Lemonade, sem sló rækilega í gegn þegar hún kom út árið 2016 er enn aðeins aðgengileg á Tidal. Þegar Lemonade kom út skráðu 1,2 milljónir notenda sig á Tidal. Viðbrögðin við nýjustu plötunni hafa ekki náð sömu hæðum og þegar Lemonade kom út. 

Þegar þau óvænt gáfu út plötuna um helgina, gáfu þau einnig út myndband við lagið APESH**T. Myndbandið er af dýrari gerðinni og er tekið upp á Louvre safninu í París. Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið og hlusta á plötuna á Spotify. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson