Voru að undirbúa endurflutning þegar Jóhann lést

Erna Ómarsdóttir sýnir verkið IBM 1401 – A User’s Manuel …
Erna Ómarsdóttir sýnir verkið IBM 1401 – A User’s Manuel í Frakklandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Íslenski dansflokkurinn batt lokahnút á sýningarárið núna um helgina með sýningunni Brot úr myrkri eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson en það var eitt af fjórum uppákomum dansflokksins á Listahátíð í Reykjavík. Dansararnir eru farnir í sumarfrí en Erna er hins vegar farin til Parísar þar sem dansflokkurinn mun vera með prufur fyrir dansara í París auk þess sem hún mun sýna verkið IBM 1401 – A User’s Manuel sem hún vann í samstarfi við Jóhann Jóhannsson. 

Úr verkinu Brot úr myrkri.
Úr verkinu Brot úr myrkri. ljósmynd/Anna Kristín Arnardóttir

Dansflokkurinn auglýsti nýverið komandi prufur fyrir flokkinn og var fjöldi umsókna langt umfram væntingar. „Við bjuggumst hreinlega ekki við svona mörgum umsóknum og erum við ótrúlega ánægð með hve margir dansarar hafa áhuga á að starfa með Íslenska dansflokknum á okkar fallega landi,“ segir Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins sem er að vonum spennt fyrir Parísarferðinni. „Við munum síðar í haust bjóða uppá prufur hér heima en í prufurnar í næstu viku höfum boðið hópi af frábærum dönsurum í tengslum við Camping í CND í París en það má eiginlega segja að Camping sé „the place to be“ fyrir dansara og danshöfunda í dag í Evrópu.“

Camping í CND er alþjóðlegur vettvangur fyrir dansara og danshöfunda þar sem fjöldi þekktra listamanna munu bjóða uppá vinnustofur, fyrirlestra og sýninga. „Ég mun svo vera með fimm daga vinnustofu á Camping ásamt því að sýna verkið IBM 1401 – A User’s Manuel til minningar um góðvin minn Jóhann Jóhannsson,“ segir Erna.

IBM 1401 er verk sem hún vann með tónskáldinu Jóhanni Jóhannssyni og þau sýndu um alla Evrópu frá 2002 til 2009. „Við Jóhann höfðum verið að undibúa, vegna fjölda áskoranna, endurflutning á verkinu þegar hann lést skyndilega. Ég ákvað eftir nokkra umhugsun að standa við áform okkar og heiðra þannig minningu hans. Úlfur Eldjárn mun koma fram með mér í París.“

Tónskáldið Jóhann Jóhannsson.
Tónskáldið Jóhann Jóhannsson. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson