Roseanne Barr full eftirsjár

Roseanne Barr sér eftir rasískum ummælum.
Roseanne Barr sér eftir rasískum ummælum. mbl.is/AFP

Roseanne Barr var full eftirsjár og táraðist í viðtali við Rabbi Shmuley á dögunum. Hún segist hafa séð eftir því að hafa látið ummælin falla, áður en þau höfðu afleiðingar fyrir hana. Ummælin snéru að fyrrverandi ráðgjafa, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, en hún sagði hana vera afurð íslamskr­ar hreyf­ing­ar og per­sóna úr kvik­mynd­un­um The Pla­net of the Apes.

Barr sagði í viðtalinu „ég vil ekki halda áfram að búa til afsakanir, en ég bið alla þá sem finnst ég hafa móðgað þá afsökunar og alla þá sem halda að ég hafi meint eitthvað sem ég meinti ekki. Þetta var minni eigin fáfræði að kenna, og það er engin afsökun fyrir fáfræði. Ég er full eftirsjár.“

Þetta var fyrsta viðtalið sem Roseanne hefur veitt, eftir að hún fór hamförum á Twitter. Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér en þættir hennar, Roseanne, voru teknir úr framleiðslu umsvifalaust. Það leit út fyrir að ásamt henni myndu tvö hundruð manns missa vinnuna, en ráðin hefur verið bót á því. Í haust munu nýjir þættir hefja göngu sína, The Conners, sem fjallar um fjölskyldu Roseanne. Því munu allir þeir sem komu að framleiðslu þáttanna halda vinnunni, nema hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson