Lát Dolores „hörmulegt slys“

Dolores O'Riordan lést af slysförum í janúar á þessu ári.
Dolores O'Riordan lést af slysförum í janúar á þessu ári. mbl.is/AFP

Andlát Dolores O'Riordan, söngkonu hljómsveitarinnar Cranberries, var „hörmulegt slys“. Þetta er niðurstaða dánardómstóls í Westminster sem segir O'Riordan hafa drukknað í baði af völdum ölvunar að því er BBC greinir frá.

Söngkonan lést í janúar á þessu ári, en 15. janúar fannst hún látin í baði á hótelherbergi sínu í London.

Að sögn dánardómstjóra voru engin merki um að að O'Riordan hefði reynt að skaða sjálfa sig. Hún hefði hins vegar verið verulega drukkin. Tómar áfengisflöskur hefðu fundist í herberginu og glös með lyfjum sem henni voru ávísuð.

Lítið magn lyfjanna mældist í blóði söngkonunnar, en mikið magn áfengis.

O'Riordan var á hótelinu í tengsum við undirbúning hljómleikaferðar sem fara átti í síðar sama ár. Fram kom við réttarrannsóknina að hún hefði tékkað sig inn á hótelið kvöldið áður. Hún hefði svo verið í sambandi við herbergisþjónustu um miðnætti og hringt í móður sína um þrjúleytið um nóttina. Næsta morgun fannst hún svo látin á baðinu.

O'Riordan var með tvískautaröskun (e. bipol­ar disor­der) en fékk viðeigandi meðferð sem hún brást vel við. Hún  fór hins vegar í gegnum tímabil þar sem hún neytti einskis áfengis og svo tímabila þar sem hún drakk í óhófi.

Þá kom fram við rannsóknina að hún hefði rætt við geðlækni sinn nokkrum dögum fyrir lát sitt og verið þá í góðu jafnvægi.

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson