Spennt fyrir ömmuhlutverkinu

Mæðgurnar Doria Ragland og Meghan hertogaynja.
Mæðgurnar Doria Ragland og Meghan hertogaynja. AFP

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, tilkynntu í morgun að von væri á erfingja. Móðir Meghan, Doria Ragland, á þar með von á sínu fyrsta barnabarni og er hún að vonum spennt fyrir ömmuhlutverkinu.

Kensington höll-sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd Ragland eftir að fréttir af væntanlegum erfingja bárust. „Fröken Ragland er mjög glöð yfir þessum yndislegu fréttum og hún hlakkar til að taka á móti sínu fyrsta barnabarni,“ segir í tilkynningunni samkvæmt People

Ekki er langt síðan fréttir bárust af því að Ragland væri í ömmutímum en það þykir líklegt að hin bandaríska Ragland ætli sér að flytja yfir hafið til þess að hjálpa Meghan með barnið. 

Harry og Doria Ragland.
Harry og Doria Ragland. AFP
mbl.is