Aniston fór að gráta

Jennifer Aniston fór út fyrir þægindaramman þegar hún söng lag ...
Jennifer Aniston fór út fyrir þægindaramman þegar hún söng lag Dolly Parton. AFP

Jennifer Aniston segist hafa brotnað niður eftir að hún söng lag eftir Dolly Parton fyrir nýja kvikmynd sem hún leikur í. Parton samdi nokkur lög fyrir kvikmyndina Dumplin með Aniston í aðalhlutverki og fékk Friends-stjörnuna til að syngja. 

Parton hrósaði leikkonunni en segir í viðtali við ET að Aniston hafi í fyrstu verið stressuð. Aniston sjálf viðurkennir að hafa verið stressuð en sungið sig í gegnum það og að lokum hafi röddin komið. 

„Ég gat bókstaflega ekki komið út úr mér hljóði og þegar við kláruðum man ég að ég fór að gráta,“ sagði Aniston. „Hún varð mjög tilfinningarík eftir að hún kláraði,“ tók Parton undir. 

„Ég bara gerði þetta,“ segist Aniston líklega hugsa með sér ef hún myndi hoppa út úr flugvél en hún líkir söngnum við það. 

Dolly Parton.
Dolly Parton. AFP
mbl.is