Viðurkennir þátt sinn í skilnaðinum

Offset og Cardi B létu allt líta vel út á ...
Offset og Cardi B létu allt líta vel út á tónleikum í lok nóvember. AFP

Rappkonan Cardi B tilkynnti um skilnað sinn og barnsföður síns, Offset, í vikunni. Nú hefur kona tjáð sig opinberlega um þátt sinn í skilnaði hjónanna en Offset er meðal annars sagður hafa beðið hana að taka þátt í trekant með sér og rappkonunni Cuban Doll. 

Fyrirsætan Summer Bunni birti skilaboð á Instagram þar sem hún virtist biðjast afsökunar. Hún sagði einnig að sér liði illa í viðtali við TMZ þar sem fjölmiðillinn segir hana hafa grátið í viðtalinu. 

Bunni segist vera full iðrunar og hafi aldrei viljað koma upp á milli þeirra Cardi B og Offset. Segist hún ekki hafa gert neitt með Offset síðan hjónin eignuðust barn sitt í sumar. Þrátt fyrir það skammast hún sín fyrir þátt sín í sambandsslitunum. Segist hún ekki hafa áttað sig á hversu alvarlegt samband Offset og Cardi B var þrátt fyrir að þau væru gift.

View this post on Instagram

To whom it may concern.

A post shared by Summer 🐰❄️💙 (@thesummerbunni) on Dec 5, 2018 at 7:50am PST

View this post on Instagram

A post shared by Summer 🐰❄️💙 (@thesummerbunni) on Dec 3, 2018 at 5:28pm PST

mbl.is