Ætlar sér ekki að þegja

Meghan hertogaynja af Sussex hefur ekki talað við föður sinn …
Meghan hertogaynja af Sussex hefur ekki talað við föður sinn síðan í maí. AFP

Thomas Markle, faðir Meghan hertogaynju af Sussex, sárbiður dóttur sína að hafa samband við sig. Hann sagði í viðtali í breska morgunþættinum Good Morning Britain í morgun að ósætti þeirra vegna hjónabands hennar við Harry Bretaprins geti ekki haldið áfram að eilífu. Sagðist hann einnig vera vongóður um að hægt væri að finna lausn á máli þeirra. 

„Ég hef ekki hugsað mér að þegja það sem er eftir af lífi mínu [...] Ég myndi virkilega kunna að meta ef hún myndi bara hringja í mig,“ sagði Thomas Markle í viðtalinu. 

Í viðtalinu greindi hann frá því að hann hefði ekki talað við dóttur sína eftir að vandamál kom upp á milli þeirra rétt fyrir brúðkaup Meghan og Harry í maí. Hinn 74 ára gamli faðir Meghan missti af brúðkaupinu vegna hjartaaðgerðar, eftir mikið fjaðrafok þegar upp komst að hann hefði þegið peninga fyrir að sitja fyrir á myndum sem seldar voru til slúðurmiðla. Hann endaði á því að horfa á brúðkaup dóttur sinnar frá Kaliforníu en Karl Bretaprins fyllti í skarð hans og leiddi Meghan upp að altarinu. 

Hertogahjónin eiga von á sínu fyrsta barni á næsta ári og verðandi afinn segist vona að allt fari vel og hann fái að sjá litlu Meghan eða litla Harry. „Það hlýtur að vera pláss fyrir mig, ég er faðir hennar,“ bætti hann við. 

Mikið hefur verið fjallað um hertogaynjuna af Susssex á neikvæðum nótum síðustu vikur meðal annars vegna sambands hennar við starfsfólk konungsfjölskyldunnar. Faðir hennar sagði að Meghan hafi alltaf verið stjórnsöm en aldrei dónaleg, hún sé alltaf kurteis. 

Þetta er annað viðtalið á rúmri viku sem Thomas Markle veitir en fyrir rúmri viku birtist viðtal við hann á vef Daily Mail.

Faðir Meghan mætti ekki í brúðkaup hennar og Harry Bretaprins …
Faðir Meghan mætti ekki í brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson