Afganskur Justin Trudeau slær í gegn

Abdul Salam Maftoon, afganskur brúðkaupssöngvari sem tekur þátt í hæfileikakeppni í sjónvarpi í heimalandi sínu hafði aldrei heyrt um Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrr en honum var bent á að þeir væru nauðalíkir. 

Það var dómari í keppninni sem benti á að þeir Maftoon og Trudeau væru afar svipaðir. Í þessu myndskeiði frá AFPfréttastofunni hér að ofan má sjá líkindin, sem eru augljós. Helst er að hægt sé að þekkja þá í sundur á því að afganski söngvarinn er með tvær áberandi gulltennur.

Í myndskeiðinu er rætt við Maftoon, sem vonast til þess að sú frægð sem hann hefur nú öðlast vegna líkinda sinna við forsætisráðherrann kanadíska verði til þess að fleiri taki upp símtólið og fái hann til að syngja í brúðkaupum og öðrum viðburðum. 

mbl.is