Freeman kennt um dauða afabarns síns

Morgan Freeman ásamt E'Dena Hines á Golden Globe-hátíðinni.
Morgan Freeman ásamt E'Dena Hines á Golden Globe-hátíðinni. AFP

Í vikunni hlaut maðurinn sem varð valdur að dauða E'denu Hines, stjúpbarnabarns Morgan Freemans, dóm. Lamar Davenpor hlaut 20 ára dóm fyrir verknaðinn en móðir hans vildi þó meina í réttarsalnum að þetta væri allt leikaranum að kenna að því er Page Six greinir frá. 

Freeman var kvæntur ömmu Hines, ættleiddi móður hennar og tók þátt í uppeldi á Hines. Konan var 33 ára þegar hún lést árið 2015 eftir að Davenpor stakk hana yfir 25 sinnum. 

„Morgan Freeman áreitti hana og olli þessu. Hann gerði þetta,“ öskraði móðir mannsins til blaðamanna þegar henni var fylgt út úr réttarsalnum fyrir að kalla til sonar síns. „Hann er saklaus. Þetta var slys,“ sagði móðirin. 

Móðirin var ekki sú fyrsta til þess að hafa orð á því að Freeman hefði beitt afabarn sitt kynferðislegu ofbeldi. Var meint samband hans við Hines notað í málsvörn Davenport. Freeman hefur neitað þessu og ekki í fyrsta sinn sem ásakanir koma upp. Fyrir um tíu árum fóru sögusagnir af stað þess efnis að Freeman ætti í sambandi við Hines. 

Hvort sem eitthvað er til í því að Freeman hafi átt í óeðlilegu sambandi við afabarn sitt sökuðu átta konur hann um kynferðislega áreitni í fyrra. Hefur Freeman beðist afsökunar. 

Morgan Freeman.
Morgan Freeman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes