Fyrrverandi ráðherra tekur U-beygju

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðimálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðimálaráðherra. mbl.is/Eggert

Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, hóf nýjan kafla í lífi sínu á dögunum þegar hún hóf nám í matreiðslu. Eygló greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hún njóti nú leiðsagnar Ólafs Helga Kristjánssonar, yfirkokks og matreiðslumeistara á Hótel Sögu. 

Það er aldrei of seint að skrá sig í nám og áætlar Eygló að hún útskrifist sem kokkur árið 2022 eða á fimmtugsafmælisárinu. Margir velta þó fyrir sér hvað fyrrverandi þingmaður og ráðherra er að gera í atvinnueldhúsi. 

„Ég hef lengi haft áhuga á mat. Það vita flestir sem þekkja mig. Ég fékk svo tækifæri til að starfa í eldhúsinu hjá Kaffistofu Samhjálpar sem sjálfboðaliði og þar kviknaði draumurinn sem er nú orðinn að veruleika,“ skrifar Eygló og fer fögrum orðum um nýja vinnustaðinn, Hótel Sögu. 

„Markmið næstu ára eru því orðin þrjú: Ljúka við byggingu litla torfbæjarins, byggja fallega fjölbýlishúsið fyrir Kvennaathvarfið og verða matreiðslumaður.“

Þeir sem hafa fylgst með Eygló lengi vita að hún bloggaði til að mynda um mat á mbl.is. Má finna góðar uppskriftir og ráð frá henni varðandi eldamennskuna á vefnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson