Kvæntist í fjórða sinn á Valentínusardaginn

Tommy Lee og Brittany Furlan.
Tommy Lee og Brittany Furlan. mbl.is/AFP

Rokkarinn síungi Tommy Lee kvæntist í fjórða sinn í gær, 14. febrúar, þegar hann gekk að eiga unnustu sína, samfélagsmiðlastjörnuna Brittany Furlan. Valentínusardagurinn skipar stóran sess í hjörtum hjónanna nýgiftu en Lee bað Furlan að giftast sér á Valentínusardaginn í fyrra. 

„Það er opinbert“ skrifaði Furlan á Instagram. „Við erum gift.“ Lee greindi líka frá stórviðburðinum á Instagram en bæði birtu þau myndir af litlum hundum í brúðkaupsklæðnaði. Lee er 56 ára en Furlan aðeins 32 ára. 

Þetta er fyrsta skipti sem Furlan giftir sig en Lee er hins vegar mjög vanur. Hann var tvíkvæntur áður en hann gekk að eiga Pamelu Anderson eftir aðeins fjögurra daga kynni. Fyrsta konan hans var Elaine Starschuk og önnur eiginkona hans leikkonan Heather Locklear. 

View this post on Instagram

It’s official!!!! We’re married!!! ☺️❤️MR & MRS LEE YAHOOOOOOOO

A post shared by Brittany Furlan Lee (@brittanyfurlan) on Feb 14, 2019 at 5:18pm PST

mbl.is