Hélt áfram að beita ofbeldi eftir skilnaðinn

Tónlistarmaðurinn R. Kelly.
Tónlistarmaðurinn R. Kelly. AFP

Drea Kelly, fyrrverandi eiginkona tónlistarmannsins R. Kelly, segir að hann hafi haldið áfram að beita hana ofbeldi eftir að þau skildu. Drea steig fram í júní í fyrra þar sem hún greindi frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem Kelly beitti hana á meðan þau voru gift. Hér fyrir neðan má hlusta á frásögn Dreu. 

Eftir að Drea steig fram í viðtalinu hætti Kelly að greiða henni meðlagsgreiðslur, en þau eiga saman þrjú börn. Hún segir það vera leið hans til að stjórna henni og beita hana andlegu ofbeldi. Áður en hún steig fram höfðu meðlagsgreiðslurnar verið misháar, og oft ekki borist á réttum tíma. Kelly hefur nú greitt henni uppsafnaðar meðlagsgreiðslur en hann hafði setið inni í fangelsi síðan á miðvikudag.

Drea og Kelly voru gift á árinum 1996-2009. Á meðan þau voru gift vildi Kelly að Drea væri heimavinnandi húsmóðir. Þegar þau svo skildu var hún því atvinnulaus einstæð þriggja barna móðir.

R. Kelly er milli steins og sleggju þessa dagana en fjórar konur hafa stigið fram og greint frá kynferðisofbeldi sem hann beitti þær. Hann hefur þó lýst sjálfan sig saklausan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes