16 ára Beckham með 15 ára ofurstjörnu

Millie Bobby Brown sló í gegn í Stranger Things á ...
Millie Bobby Brown sló í gegn í Stranger Things á Netflix. mbl.is/AFP

Romeo Beckham, næstelsti sonur Beckham-hjónanna, er sagður eiga í sambandi við hina 15 ára gömlu Millie Bobby Brown. Sjálfur verður Romeo 17 ára seinna á árinu. The Sun greinir frá því að Victoria Beckham sé ánægð með nýju tengdadótturina. 

„Þetta er nýbyrjað en þau eru sætt par. Fína kryddið hefur gefið samþykki sitt þar sem hún er mikill aðdáandi Millie,“ segir heimildarmaður The Sun. 

Brown skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún lék í Netflix-þáttunum Stranger Things. Romeo Beckham æfir hins vegar tennis af kappi og sagður stefna á atvinnumennsku. 

Romeo Beckham og Millie Bobby Brown eru talin hafa kynnst þegar þau afhentu verðlaun á galakvöldi á vegum Unicef í desember árið 2016. Síðan þá hefur Brown sem hætti með kærasta sínum síðasta sumar talað um Beckham-soninn opinberlega og þau verið í samskiptum opinberlega á Instagram. 

View this post on Instagram

Love you mum ❤️

A post shared by ROMEO (@romeobeckham) on Mar 7, 2019 at 11:50pm PST

mbl.is