Tvíhöfði á Aldrei fór ég suður

Sigurjón og Jón Gnarr koma fram á Aldrei fór ég …
Sigurjón og Jón Gnarr koma fram á Aldrei fór ég suður. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sem skipa Tvíhöfða munu koma fram á kvöldskemmtun á skírdag á Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði. Að auki bættust meðal annars þau Auður, Bríet, Between Mountains og Ásta við hliðardagskrá hátíðarinnar. Þetta kom fram í opnun upplýsingamiðstöðvar hátíðarinnar þar sem greint var frá hliðardagskrárviðburði hátíðarinnar.

Áður hafði verið tilkynnt að Todmobile, Jónas Sig, Berndsen, Svala Björgvins, Mammút og Teitur Magnússon myndu koma koma. 

Í tilkynningu frá hátíðinni kemur fram að síðast hafi tvímenningarnir komið fram fyrir 15 árum síðan en þeirra fyrsta eiginlega uppistand átti sér einmitt stað á Ísafirði. Það var á skólaskemmtun í Menntaskólanum á Ísafirði árið 1995 og var það núverandi rokkstjóri Aldrei fór ég suður sem bókaði Tvíhöfða þangað á sínum tíma.

„Það var mjög eftirminnileg kvöldstund, ekki eiginlegt uppistand, ekki endilega leiksýning, ekki tónleikar en kannski einmitt allt í senn. Það sem var ógleymanlegt var að ég fékk símtal frá þeim viku fyrr, þar sem þeir settu fram kröfur um svokallaðan ræder. Á þeim lista var rjómi, pakki af smokkum, smámynt, límband og rifsberjahlaup,“ segir Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri Aldrei fór ég suður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson