Opnar sig um andleg veikindi West

Hjónin Kanye West og Kim Kardashian.
Hjónin Kanye West og Kim Kardashian. mbl.is/AFP

Í nýju viðtali Kim Kardashian West í Vogue ræddi hún andlega heilsu eiginmanns síns, Kanye West. Segir hún að eiginmaður hennar sé enn og aftur búinn að sætta sig við að vera greindur með geðhvarfasýki en í haust sagði hann hins vegar að hann hefði verið ranglega greindur og þjáðist í raun af svefnleysi. 

Raunveruleikastjarnan segir í nýja viðtalinu að læknar hafi gefið mismunandi greiningar og því hafi West sagt að hann hefði verið ranglega greindur. Hún segir þau góð eins og er. Segir hún eiginmanninn nú vilja sýna að fólk með geðræn vandamál geti lifað venjulegu lífi. 

„Þetta er vissulega tilfinningalegt ferli. Akkúrat núna er mjög rólegt. En við finnum alveg kast koma og vitum hvernig á að takast á við það.“

Segir hún West ekki vilja vera á lyfjum þar sem lyfin breyta því hver hann er. Hann hefur tekist á við sjúkdóminn með því að reyna að taka upp breyttan lífsstíl til þess að komast hjá köstum. Segir hún hann til dæmis ekki ferðast jafn mikið og áður þar sem ferðalög áttu þátt í að hann fékk köst.

Hún segist þó ekki vilja tala fyrir eiginmann sinn og segir særandi að lesa ummæli um hann á netinu. Af hverju hún stoppi hann ekki stundum. Hún segist segja sína skoðun og þegar hann fær geðhvarfasýkisköst reyni hún að styðja hann og reyna að veita honum ró. 

Kanye West og Kim Kardashian.
Kanye West og Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson