Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Tvíhöfði hefur verið vinsælt fyrirbæri í um langan tíma. Það …
Tvíhöfði hefur verið vinsælt fyrirbæri í um langan tíma. Það seldist upp á sýningu þeirra á 65 mínútum í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann.

Kristján útskýrir að aðeins séu 250 sæti í boði og tekur fram að honum finnist mjög leiðinlegt að vísa fólki frá. „Við settum fyrr í dag á Facebook í hástöfum að það væri uppselt, en síminn hættir ekki að hringja og ég er hræddur um að það verði eitthvað um fólk í kvöld sem mun standa í röð hérna fyrir utan.“

Tvíeykið Tvíhöfði, Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, komu síðast fram fyrir um 15 árum, en fyrsta alvöru sýning þeirra var einmitt á Ísafirði árið 1995. Þá hafði Kristján bókað þá á skólaskemmtun Menntaskólans á Ísafirði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson