„Sástu geðveika íslenska atriðið?“

DR segir umræðu um íslenska framlagið vera fjarri því lokið …
DR segir umræðu um íslenska framlagið vera fjarri því lokið á samfélagsmiðlum. AFP

„Sástu geðveika íslenska atriðið í Eurovision?“

„Þeir eru alveg farnir út af sporinu“

„Sakna þess tíma þegar þetta snérist um lögin og ekki hver gat verið með athyglisverðasta atriðið“

„Mega-kúl!! Sleppið því að hlusta á þessa leiðinlegu Dani“

„LOKSINS eitthvað skemmtilegt! ....orðin hundleiður á þjóðdönsum og pólitískum rétttrúnaði“

Á þessum orðum hefst allítarleg umfjöllun danska ríkisútvarpsins DR á atriði Hatara í fyrri undakeppninni Eurovsion í gær.

DR segir skoðanir á lagið Hatara vera skiptar, en atriðið hafa án efa verið eitt þeirra sem vakti hvað mesta athygli í keppni gærdagsins. Sagði Ole Tøpholm, sem sá um að lýsa keppninni fyrir Dani Hatara hafa með lagi sínu jafnvel toppað finnsku skrímslin í Lordi, sem unnu keppnina árið 2006.

Sástóri með óhuggulegu grímuna, lítur ljúflega út þegar hann tekur …
Sástóri með óhuggulegu grímuna, lítur ljúflega út þegar hann tekur grímuna niður, að sögn danska keppandans Leonoru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

DR segir umræðu um íslenska framlagið vera fjarri því lokið á samfélagsmiðlum og fer því næst í nokkuð ítarlega umfjöllun um Hatara, hvað þeir standi fyrir og hvernig þeir nýti hvert tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.  

Umfjölluninni lýkur svo á spjalli við danska keppandann Leonoru um „nýju íslensku vini hennar“.

„Þeir eru alveg inni í hlutverkinu þegar þeir eru á sviðinu og í viðtölum. En þegar ég hitti þá baksviðs eru þeir virkilega almennilegir. Það er gaman að þessu. Einn þeirra, sá stóri með óhuggulegu grímuna, lítur ljúflega út þegar hann tekur grímuna niður. Við sátum og spjölluðum á einum tímapunkti og þá sýndi hann mér myndir af litlu dóttur sinni. Hann er virkilega vinalegur,“ hefur DR eftir Leonoru sem Danir vonast til að komist upp úr undanúrslitakeppninni annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson