Óþægindi í útsendingu viljaverk

Það er viljaverk að fólki líði eins og eitthvað sé …
Það er viljaverk að fólki líði eins og eitthvað sé að þegar það hlýðir á Hatara. Eitthvað að sjónvarpinu. Eitthvað að atriðinu. Eitthvað að orðunum sem eru sögð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það skrölti í sjónvörpum og tölvum landsmanna á meðan þeir fylgdust með Hatara flytja lag sitt í beinni útsendingu í Eurovision í gær. Myndin hökti og fraus að hluta á nokkurra sekúndna fresti.

Það virtist ekki vera í lagi með útsendinguna. En svo var ekki. Höktið var hluti af atriðinu. RÚV hafði beðið ísraelska umsjónarmenn keppninnar um að hátta útsendingunni á þennan veg.

Hatari á sviðinu í gærkvöldi.
Hatari á sviðinu í gærkvöldi. AFP

„Ásetningurinn er einmitt þessi. Að eitthvað virðist vera að tækinu, eins og eitthvað er að söngstílnum, eins og eitthvað er að fagurfræðinni, eins og eitthvað er að orðunum sem er verið að segja,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, í samtali við mbl.is.

„Þetta er allt með vilja gert,“ fullyrðir hann. Hann segir ekki um að ræða mistök.

Skarphéðinn segir að þetta sé hluti af hugsun listarinnar. „Rétt eins og atriðið sjálft á útsending þess að valda óþægindum, trufla augað, eyrun og öll skynfæri. Okkur á að líða eins og okkur líður ekki venjulega,“ segir hann. Tæknileg óþægindi séu þáttur í listrænni nálgun.

Skarphéðinn segir að þarna sé á ferðinni ákveðin uppskrift að upptökustíl sem RÚV sendir ísraelska sjónvarpinu með góðum fyrirvara. Þeir sem sjái um útsendinguna fylgi því þá. Svo taki RÚV bara við merkinu, eins og um fótboltaleik í beinni sé að ræða, og Gísli Marteinn Baldursson les svo yfir útsendingunni.

Útsendingin höktir líka á YouTube. Morgunljóst er því að ekki um villu í útsendingu var að ræða:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson