Madonna kemur fram á úrslitakvöldinu

Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision eftir allt saman.
Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision eftir allt saman. AFP

Poppdrottningin Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision eftir allt saman. Samningur milli söngkonunnar og framkvæmdastjórnar Eurovision var undirritaður í dag.

Hér með er þetta opinbert,“ segir í tilkynningu frá ísraelska ríkisútvarpinu, KAN. „Eftir spennuþrungna daga hefur samningur verið undirritaður,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Töluverð óvissa hefur ríkt síðustu daga um þátttöku poppdrottningarinnar á úrslitakvöldi Eurovision á laugardag. „Ef eng­inn und­ir­ritaður samn­ing­ur ligg­ur fyr­ir í vik­unni, stíg­ur hún ekki á svið. Svo ein­falt er það,“ sagði Jon Ola Sand, fram­kvæmda­stjóri Eurovisi­on, á blaðamanna­fundi í Tel Aviv á mánudag.

Það er því eflaust þungu fargi létt af mörgum Eurovision- og Madonnu-aðdáendum, nú þegar ljóst er að hin sextuga poppdrottning mun setja sinn svip á úrslitakvöldið.

Madonna mun að öll­um lík­ind­um flytja tvö lög, eitt splunku­nýtt og annað eldra. Með henni í för verða hvorki meira né minna en 135 manns, þar á meðal rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, 40 bakraddasöngvarar, 25 dansara auk tæknimanna. Það er því ljóst að öllu verður tjaldað til í Tel Aviv á laugardagskvöld.

mbl.is