Kennir frægð Meghan um heimilisleysið

Bróðir Meghan hertogaynju segist aldrei hafa haft það verra.
Bróðir Meghan hertogaynju segist aldrei hafa haft það verra. mbl.is/AFP

Á meðan Meghan hertogaynja af Sussex er nýflutt inn í nýtt hús með ungabarn með prinsinum sínum Harry lýsir hálfbróðir hennar allt öðru lífi. Í viðtali við The Sun segir Thomas Markle yngri að allt hafi farið niður á við eftir að Meghan og Harry trúlofuðu sig og líf hans hafi aldrei verið verra en nú. 

Markle yngri kvartar yfir því að vera heimilislaus í viðtalinu og segir að hann hafi búið á hóteli í Oregon í Bandaríkjunum með unnustu sinni Darlene, syni hennar og tveimur hundum þeirra síðustu tvo mánuði. Flutti hann á hótelið eftir að hann missti vinnuna og húsnæðið sem þau bjuggu í. Hann segist ekki finna nýtt húsnæði og kennir frægð Meghan um. 

„Að búa í litlu hótelherbergi hefur tekið á Darlene og son hennar, á okkur öll,“ sagði Markle yngri í viðtalinu. „Og það er allt vegna þess að líf mitt komst allt í einu í sviðsljósið og það var ekki mér að kenna.“

Segir bróðir Meghan að það sé fylgst með öllu sem hann og fjölskylda hans geri. Margt hafi verið sagt um hann bæði satt og ósatt og þess vegna vilji enginn leigja honum hús eða ráða hann í vinnu. „Það er erfitt að samþykkja þetta sérstaklega vegna þess að ég bað aldrei um þetta.“

Vandræði Markle yngri byrjuðu af alvöru í byrjun árs þegar hann glímdi við heilsubrest og missti í kjölfarið vinnuna sem glersmiður. Í kjölfarið missti hann húsnæðið sem hann bjó í. Ekki segja allir sömu sögu og Markle yngri þar á meðal leigjandi hans sem sagði hann ekki bara skulda sér peninga heldur einnig hafa farið illa með eignina. 

Meghan og fjölskylda hennar hefur verið í sviðsljósinu síðan hún …
Meghan og fjölskylda hennar hefur verið í sviðsljósinu síðan hún gekk í bresku konungsfjölskylduna. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes