Turner til í að leika George

Sophie Turner.
Sophie Turner. mbl.is/AFP

Leikkonan Sophie Turner skrifaði á Twitter-síðu sína að hún væri reiðubúin að bregða sér í hlutverk tónlistarmannsins Boy George. Vinna er hafin við nýja ævisögumynd um tónlistarmanninn en leikstjórinn Sacha Gervasi mun skrifa handritið og leikstýra myndinni.

George sjálfur sagði í viðtali í ástralska útvarpsþættinum Nova að það kæmi vel til greina að ráða Sophie Turner til að fara með hlutverk hans í myndinni. Hann sagði að margir hafi sagt við hann að hún gæti ekki leikið hann þar sem hún er kona. George er ekki sammála því og segir að þegar hann var 17 ára hefði hann elskað að vera eins og Turner.

Ævisögumyndir um tónlistarmenn hafa verið gríðarlega vinsælar upp á síðkastið en myndin Bohemian Rhapsody fór mikinn á verðlaunahátíðum fyrr á árinu. Ævisögumyndin Rocketman er svo í kvikmyndahúsum núna, en hún fjallar um ævi tónlistarmannsins Elton John. 

Boy George.
Boy George. EPA
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson