Breytir nafninu á aðhaldsfatnaðinum

Kim Kardashian ætlar að breyta nafninu á Kimono Solutionswear.
Kim Kardashian ætlar að breyta nafninu á Kimono Solutionswear. AFP

Nýr aðhaldsfatnaður úr smiðju Kim Kardashian mun koma út undir öðru nafni en Kimono Solutionswear. Kardashian hlaut mikla gagnrýni fyrir nafnið á aðhaldsfatnaðinum en orðið „kimono“ er japanskt og þýðir klæði til að setja yfir axlirnar. 

Orðið er notað mikið í nútíma tísku, en þótti ekki lýsandi fyrir aðhaldsfatnað Kardashian. Klæði í kimono-stílnum eru yfirleitt í víðu sniði, en aðhaldsföt Kardashian eru það ekki. Nafnið hlaut einnig mikla gagnrýni í Japan, en kimono er þjóðbúningur Japana. Kimono er til í fjölbreyttri útgáfu í Japan og er stór hluti af japanskri menningu. 

Kim Kardashian í aðhaldsfatnaðinum sem hún hannaði sjálf.
Kim Kardashian í aðhaldsfatnaðinum sem hún hannaði sjálf. skjáskot/Twitter

Kardashian tilkynnti um breytinguna á Twitter fyrir stuttu og sagðist alltaf vera að hlusta og læra af því sem hún getur gert betur. Því hafi hún ákveðið að breyta nafninu á aðhaldsfatnaðinum og mun tilkynna um nýja nafnið á næstunni. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.