Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Kim Kardashian og Kanye West, en Kanye teiknaði logo Kimono …
Kim Kardashian og Kanye West, en Kanye teiknaði logo Kimono Solutionswear. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian sýnir nýjan aðhaldsfatnað úr smiðju sinni á miðlum sínum þessa dagana. Kardashian segist hafa unnið að fatnaðinum í heilt ár og að loksins sé kominn aðhaldsfatnaður á markað sem virkar almennilega fyrir konur. 

Kardashian segist hafa haft ástríðu fyrir aðhaldsfatnaði í 15 ár. Hún hefur oft þurft að klippa aðhaldsfatnað sinn til svo hann passi innanundir föt hennar. Þá segist hún  hafa átt í erfiðleikum með að finna lit á aðhaldsfatnaði sem hentaði henni. 

Í nýrri línu hennar, sem kallast Kimono Solutionwear, eru í 9 litir og stærðir frá XXS upp í 4XL. 

Fyrirsætan Chrissy Teigen er mjög spennt fyrir línunni, en hún líkt og Kardashian hefur oft þurft að klippa aðhaldsfatnað sinn til. 

Kim Kardashian sjálf í aðhaldsfatnaðinum.
Kim Kardashian sjálf í aðhaldsfatnaðinum. skjáskot/Twitter
mbl.is