Muse-rokkari kvæntist ástinni sinni

Matt Bellamy birti þessa mynd af sér og eiginkonu sinni, …
Matt Bellamy birti þessa mynd af sér og eiginkonu sinni, Elle Evans, á Instagram. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinurinn Matt Bellamy úr Muse giftist unnustu sinni, Elle Evans, á laugardaginn. Hjónin birtu myndir af rómantísku brúðkaupi sínu á samfélagsmiðlum en þau trúlofuðu sig í desember árið 2017. Bellamy er 41 árs en Evans sem er fyrirsæta er 29 ára, þau hafa verið saman síðan árið 2015. 

Bellamy hefur einu sinni áður reynt að ganga í hjónaband en hann bað Kate Hudson árið 2011. Leikkonan fæddi son þeirra nokkrum mánuðum seinna. Þau giftu sig þó aldrei og tilkynntu um sambandsslit sín árið 2014. Bellamy er í góðum samskiptum við Hudson og Evans líka þar sem þau fóru saman í skíðaferð í jólafríinu árið 2016. 

View this post on Instagram

Mr. & Mrs. Bellamy 💕😊💕

A post shared by Matt Bellamy (@mattbellamy) on Aug 10, 2019 at 8:11pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk sem hagar sér heimskulega veldur vandræðum, láttu það ekki koma þér úr jafnvægi, reyndu frekar sjá að fyndnu hliðina á því.