Muse-rokkari kvæntist ástinni sinni

Matt Bellamy birti þessa mynd af sér og eiginkonu sinni, …
Matt Bellamy birti þessa mynd af sér og eiginkonu sinni, Elle Evans, á Instagram. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinurinn Matt Bellamy úr Muse giftist unnustu sinni, Elle Evans, á laugardaginn. Hjónin birtu myndir af rómantísku brúðkaupi sínu á samfélagsmiðlum en þau trúlofuðu sig í desember árið 2017. Bellamy er 41 árs en Evans sem er fyrirsæta er 29 ára, þau hafa verið saman síðan árið 2015. 

Bellamy hefur einu sinni áður reynt að ganga í hjónaband en hann bað Kate Hudson árið 2011. Leikkonan fæddi son þeirra nokkrum mánuðum seinna. Þau giftu sig þó aldrei og tilkynntu um sambandsslit sín árið 2014. Bellamy er í góðum samskiptum við Hudson og Evans líka þar sem þau fóru saman í skíðaferð í jólafríinu árið 2016. 

View this post on Instagram

Mr. & Mrs. Bellamy 💕😊💕

A post shared by Matt Bellamy (@mattbellamy) on Aug 10, 2019 at 8:11pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.