Fundu fyrstu myndina af sér saman 50 árum síðar

Judy og Jerry Griffin á Woodstock 15. ágúst árið 1969.
Judy og Jerry Griffin á Woodstock 15. ágúst árið 1969.

Judy og Jerry Griffin kynntust á þessum degi fyrir 50 árum. Þau kynntust á leið sinni á tónlistarhátíðina margrómuðu, Woodstock, og hafa verið saman allt frá þeim degi. En þau höfðu þó aldrei fundið fyrstu myndina sem var tekin af þeim á tónlistarhátíðinni. Í sumar fundu þau loks myndina.

Griffin-hjónin hafa alltaf sagt frá því að fyrstu kynni þeirra voru á tónlistarhátíðinni, en höfðu enga sönnun fyrir því. Það var því dýrmætt fyrir þau, 50 árum síðar, að finna loksins fyrstu myndina sem var tekin af þeim saman. 

Judy og Jerry kynntust, sem segir, á leið á tónlistarhátíðina. Bíll Judy bilaði á leiðinni og voru hún og tveir vinir hennar strandaglópar. Þau ákváðu að reyna að húkka far því þau vildu alls ekki missa af tónlistarhátíðinni.

„Ég hugaði bara, „Fjandinn nú getum við ekki farið,“ en okkur langaði svo. Síðan stoppuðu Jerry og vinir hans. Ég stakk höfðinu inn í bílinn og sá að það var kona í honum. Ég hafði aldrei húkkað far áður, en hugsaði með mér að fyrst það væri kona í bílnum væri þetta nokkuð öruggt,“ sagði Judy í viðtali við People

Það var því lán í óláni að bíll Judy skyldi bila, þar sem hún kynntist framtíðareiginmanni sínum í bílferðinni. Í dag eiga þau tvo syni og 5 barnabörn. 

Jerry Griffin ferðaðist einmitt á Volkswagen-bjöllu á hátíðina.
Jerry Griffin ferðaðist einmitt á Volkswagen-bjöllu á hátíðina. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þig blóðlangar til að þéna meira af peningum og eyða þeim. Eitthvað gæti fangað athygli þína og skapað hættu. Gæti verið dót, tæki eða óþarfa glys og glingur.