Grínast með hlutverk hertogaynjunnar

Meghan Markle, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem Rachel Zane …
Meghan Markle, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem Rachel Zane í sjónvarpsþáttaröðinni Suits, er enn dýrkuð og dáð af aðdáendum þáttanna. AFP

Leikkonuferillinn var á meðal þess sem Meghan Markle gaf upp á bátinn þegar hún kvæntist inn í bresku konungsfjölskylduna. Meghan var þekktust fyrir hlutverk lögfræðingsins Rachel Zane í sjónvarpsþáttunum Suits, en hún yfirgaf þættina í fyrra áður en hún gekk að eiga Harry Bretaprins. 

Þættirnir héldu hins vegar áfram göngu sinni og í nýjustu þáttaröðinni, sem er jafnframt sú síðasta, ber Rachel á góma. Patrick J. Adams fer með hlutverk eiginmanns persónu Meghan í þáttunum, en hann hefur einnig sagt skilið við Suits. Hann snýr þó til baka á skjáinn í einum þætti í nýjustu þáttaröðinni og er þá spurður hvernig Rachel hefur það. 

„Ef ég segði ykkur hversu gott hún hefur það mynduð þið líklega ekki trúa mér,“ svarar Mike Ross, persóna Adams, og glottir óneitanlega. 

Svarið hefur slegið í gegn hjá aðdáendum Suits, en framleiðendur þáttanna vöktu einnig athygli á atriðinu á Twitter þar sem hinu augljósa er haldið fram: Rachel hefur það MJÖG gott. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.