Erfitt að miða sig við Katrínu

Katrín og Meghan eru ólíkar.
Katrín og Meghan eru ólíkar. mbl.is/AFP

Meghan hertogaynju af Sussex finnst svilkona sín, Katrín hertogaynja af Cambrigde hafa sett of há viðmið hvað varðar hertogaynjuhlutverkið samkvæmd heimildarmanni Us Weekly

„Það dregur úr henni kjarkinn að breskur almenningur beri hana saman við Katrínu. Meghan Meghan finnst hún vera einangruð í Bretlandi og verður fyrir barðinu á óvægnum breskum miðlum. Hendur hennar eru bundnar og hún má ekki verja sig. Það hefur verið mjög erfitt,“ segir heimildarmaðurinn.

Meghan og Katrín koma af mjög ólíkum uppruna. Meghan er frá Bandaríkjunum og bjó í Kaliforníu allt þar til hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Katrín er fædd og uppalin í Bretlandi líkt og eiginmaður hennar Vilhjálmur.

Ævisöguritari Díönu prinsessu, Paul Burell, sagði í apríl að þær væru ólíkar konur, frá ólíkri menningu og í ólíku hlutverki. „Katrín veit að henni stendur ekki ógn af Meghan. Og Meghan er nógu þroskuð til að vita að hlutverk hennar er gjörólíkt Katrínar,“ sagði Burell.

Vilhjálmur eiginmaður Katrínar er næstur í erfðaröðinni á eftir faðir sínum Karli Bretaprins. Karl tekur við af Elísabetu Englandsdrottningu við andlát hennar. Því er hlutverk Katrínar eftir því. Harry á hinn bóginn er sjötti í erfðaröðinni, á eftir börnum Vilhjálms.

Hann sagðist efast um að það væri einhver öfund á milli þeirra en var viss um að þær væru ekki alltaf sammála. „Ég efast ekkert um það að Meghan er ekki „já-manneskja“. Hún segir það sem liggur henni á hjarta líkt og bandarísk kona nútímans ætti og á að gera,“ sagði Burell.

Þó titillinn sé svipaður eru hlutverk þeirra ekki þau sömu.
Þó titillinn sé svipaður eru hlutverk þeirra ekki þau sömu. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.