Féll fram af svölum og braut 110 bein

Ljósmynd af Alexa Terrazas náðist áður en hún féll niður …
Ljósmynd af Alexa Terrazas náðist áður en hún féll niður sex hæðir á íbúðarbyggingu sinni og braut fjölda beina. Skjáskot/Twitter

Á vef Mirror er greint frá því að 23 ára nemi að nafni, Alexa Terrazas, hafi dottið niður sex hæðir eftir að hafa verið að taka erfiða jógastellingu á svölunum heima hjá sér.

Ljósmynd náðist af Terrazas hangandi á hvolfi framan á húsinu sínu rétt áður en hún féll. Terrazas er nemi í háskóla í Mexíkó og komu samnemendur hennar að slysinu og veittu þá aðstoð sem til þurfti á slysstað. Sérfræðingar veittu henni aðhlynningu fljótt eftir fallið og er talið að hún hafi brotið samtals 110 bein; bæði í höndum og fótum. 

Hún undirgekkst 11 tíma aðgerð um helgina og er enn þá í lífshættu ef marka má nýjustu fréttir um málið. 

Á Twitter ríkir mikill samhugur um velferð hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.