Eiginmaður Palin vill skilnað eftir 31 árs hjónaband

Sara Palin.
Sara Palin. mbl.is/AP Photo

Todd Palin eiginmaður Söruh Palin hefur sótt um skilnað en hjónin hafa verið gift í 31 ár. Sarah Pal­in er fyrr­ver­andi rík­is­stjóri Alaska og var vara­for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins árið 2008. 

CNN greinir frá því að Todd Palin hafi sótt um skilnað á föstudaginn. Í gögnunum frá Todd segir hann að skaplyndi þeirra hjóna passi ekki saman. Geri það verkum að þau geti ekki búið saman sem hjón. Palin-hjónin hafa ekki viljað tjá sig um skilnaðinn. 

Hjónin eiga fimm börn saman en það yngsta er 11 ára og munu hjónin þurfa að semja um forræðið á því barni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með sama áframhaldi mun vinna þín skila þér arði og ánægju. Leiðbeindu börnum um hvernig þau eigi að gera hltuina. Mundu að hver hefur til síns ágætis nokkuð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Með sama áframhaldi mun vinna þín skila þér arði og ánægju. Leiðbeindu börnum um hvernig þau eigi að gera hltuina. Mundu að hver hefur til síns ágætis nokkuð.