Stórundarlegt göngulag Paltrow vekur athygli

Gwyneth Paltrow virtist eiga erfitt með gang á Emmy-verðlaunahátíðinni.
Gwyneth Paltrow virtist eiga erfitt með gang á Emmy-verðlaunahátíðinni. mbl.is/AFP

Gwyneth Paltrow, leikkona og lífsstílsdrottning með meiru, stal senunni á Emmy-verlaunahátíðinni í Los Angeles í gær fyrir það eitt að ganga inn á sviðið. Paltrow fékk þann heiður að verðlauna Jodie Comer fyrir hlutverk Comer í spennuþáttunum Killing Eve. Twitter-notendur gátu ekki hugsað um annað en stórundarlegt göngulag Paltrow eftir að hún kom inn á sviðið. 

Eins og sjá má á myndskeiðum sem Twitter-notendur birtu átti Paltrow greinilega erfitt með gang. Virtist það taka hana óralangan tíma að komast á endastöð og spurðu einhverjir sig hvort Paltrow væri með hið fræga egg sem fyrirtæki hennar seldi í leggöngunum. Fyrirtæki Paltrow, Goop, var á sínum tíma sektað fyrir að halda því fram að eggin gætu lagað hormónastarfsemi kvenna.


Líklegt þykir að kjóll Paltrow hafi verið að stríða henni. Kjóllinn sem Paltrow klæddist er frá sjöunda áratug síðustu aldar frá ítalska merkinu Valentino. Svo virðist sem Paltrow hafi ekki gert ráð fyrir að það yrði erfitt að ganga í kjólnum. 

Gwyneth Paltrow reyndi að halda kjólnum uppi.
Gwyneth Paltrow reyndi að halda kjólnum uppi. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert meira en tilbúin/n til að synda á móti straumnum til að upplifa það sem fáir upplifa. Hafðu þitt á hreinu ef þú vilt verða tekin/n alvarlega.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert meira en tilbúin/n til að synda á móti straumnum til að upplifa það sem fáir upplifa. Hafðu þitt á hreinu ef þú vilt verða tekin/n alvarlega.