Skúli selur á Hrólfsskálavör

Skúli festi kaup á húsinu árið 2016 og var það ...
Skúli festi kaup á húsinu árið 2016 og var það fyrst um sinn skráð á Kotasælu ehf., félag í eigu Skúla, en 1. júní 2018 var það fært yfir á hann sjálfan.

Sjávarvilla Skúla Mogensen, fyrrverandi eiganda WOW air, við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi hefur verið auglýst til sölu á einkavefsíðu, en húsið er eitt verðmætasta hús landsins.

Vefsíðan, þar sem sjávarvillan er auglýst til sölu, heitir Ocean Villa og er áhersla lögð á sjávarsýnina og innanhússarkítektúrinn, auk þess sem þar má líta ljósmyndir af húsinu, sem er 630 fermetrar á þremur hæðum.

Skúli festi kaup á húsinu árið 2016 og var það fyrst um sinn skráð á Kotasælu ehf., félag í eigu Skúla, en 1. júní 2018 var það fært yfir á hann sjálfan.

Húsið er hannað af Steve Christer og Mar­gréti Harðardótt­ur hjá Studio Granda og er fasteignamat þess 261 milljón króna.

Fram kom á vef Stundarinnar á sínum tíma að Skúli hefði veðsett húsið fyrir 360 milljónir króna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að leyndarmál þín liggi á glámbekk. Smávegis tiltekt núna sparar þér ærna fyrirhöfn síðar. Þú treystir vissum aðila ekki fyrir horn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að leyndarmál þín liggi á glámbekk. Smávegis tiltekt núna sparar þér ærna fyrirhöfn síðar. Þú treystir vissum aðila ekki fyrir horn.