Með réttu spilin á hendi

MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Elsku Meyjan mín, þú ert með öll réttu spilin á hendi, hefur styrk og staðfestu til að framkvæma það sem hugur þinn býður þér, en núna þarftu að velja öryggi og setja blessaða skynsemina í efsta sætið. Þetta getur hljómað eins og að vera í excel eða setja sig í ramma, sem er líka akkúrat það sem orkan þín þarf núna, hafa venjur, skapa sér reglusemi og standa alveg kyrr í smástund og sjá að þú ert á dásamlegum stað.

Þú þarft einhvern veginn að anda þig inn í jafnvægið og friðarorkuna og súrefni er líka það mikilvægasta sem til er, svo þú skalt leyfa þér að taka inn nóg súrefni og vera bara alveg róleg, því smátt og smátt eða hratt og örugglega er allt að verða tærara í kringum þig.

Þér mun líða svo vel á heimili þínu hvar svo sem það er eða hvort það eru að koma breytingar, sérstaða þín í svo mörgu er að eflast og fólkið í kringum þig mun finna að andi þinn, útlit og hugur hafa breyst. Þú ert að fara inn í svo góða líðan og ert á stoppistöð, lestin er að koma og þú ert með hárréttan skiptimiða fyrir þetta ferðalag.

Þú finnur svo skýrt að þú ert með tökin á því sem vantaði upp á, sérð fólk sem áður fór mikið í taugarnar á þér í öðru ljósi og í þessum aðstæðum verður þú sterkari og enginn getur dregið þig niður. Hver mánuður sem eftir er af þessu ári sýnir þér hvers þú ert megnug og þarna kemurðu elskan mín bæði þér og öðrum á óvart, það er líka eins og andrúmsloftið sé þannig að þú getir bæði slökkt á tilfinningalegum tengslum eða margfaldað þau.

Orkan þín verður töfrum líkust þegar líða tekur á þennan spennandi vetur og margt sem þú hræddist að myndi kæfa þig verður að einhverju sem þú verður stolt af!

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.