Sækir um skilnað eftir tæplega 40 ára hjónaband

Ron Perlman hefur sótt um skilnað.
Ron Perlman hefur sótt um skilnað. AFP

Sons of Anarchy-stjarnan Ron Perlman hefur sótt um skilnað við eiginkonu sína Opal Stone Perlman. Þau Ron og Opal hafa verið gift í 38 ár. 

Ron sótti um skilnaðinn í gær í Los Angeles. Þau gengu í það heilaga á Valentínusardag árið 1981 og eiga tvö uppkomin börn, son og dóttur.

Opal er tísku- og skartgripahönnuður. Ron er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy en einnig þáttunum Beauty and the Beast sem hann hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir árið 1989. 

Fyrr á þessu ári voru sögusagnir um meint framhjáhald Perlman þegar hann sást kyssa aðra konu í miðborg Los Angeles. Samkvæmt heimildum TMZ höfðu þau skilið að borði og sæng á þeim tíma.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.