Víkingur Heiðar og Sinfónían – Beint streymi

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri æfa hér …
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri æfa hér með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vikunni. Sjá má tónleikana í beinu streymi hér að neðan og á vef Sinfóníunnar. mbl.is/Hari

Beint streymi er frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni og Daníel Bjarnasyni í Eldborg Hörpu í kvöld. Streymið er aðgengilegt á vef hljómsveitarinnar, en einnig má sjá það hér að neðan.

Á tónleikunum leikur Víkingur píanókonsertinn Processions eftir Daníel, en þeir frumfluttu konsertinn saman með hljómsveitinni fyrir tíu árum. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Tónleikarnir eru upphitun fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis í næstu viku.

Einnig leikur hljómsveitin hornkonsert nr. 3 eftir Mozart með króatíska hornsnillingnum Radovan Vlatković ásamt sívinsælum þáttum úr Pétri Gauti eftir Grieg og fimmtu sinfónía Sibeliusar undir stjórn Daníels Bjarnasonar en hann tók við stöðu aðalgestastjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands í byrjun starfsársins.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.