Hvað kom fyrir Russell Crowe?

Russell Crowe fyrir rúmlega ári síðan.
Russell Crowe fyrir rúmlega ári síðan. AFP

„Hvað kom fyrir Russell Crowe?“ spyrja sig sumir þegar nýjar myndir af leikaranum eru skoðaðar. Þessu er að minnsta kosti slengt fram á vef Page Six . Leikarinn frægi þykir hafa bætt á sig og hefur litið betur út.

Á nýlegum myndum, sem teknar voru af Crowe á flugvelli í Ástralíu, má sjá að leikarinn hefur bætt á sig. Á myndunum er hann í íþróttabuxum og pólóbol sem virðist vera að minnsta kosti hálfu númeri of lítill. Á einni myndinni má sjá hann með aðra höndina ofan í buxunum, mögulega að klóra sér í rassinum.

Ekki er vitað hvort Crowe hafi bætt á sig fyrir ákveðið kvikmyndahlutverk. Samkvæmt Imdb er hann nú í tökum á kvikmyndinni The Georgetown Project. Í sumar var Crowe myndaður í tökum á myndinni Unhinged þar sem hann leit út fyrir að vera grennri en í hlutverki sínu sem Roger Ailes í sjónvarpsþáttunum The Loudest Voice.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert sérlega tilfinninganæm/ur í dag og átt því á hættu að missa einbeitinguna og hæfileikann til að leggja hlutlaust mat á hlutina.